Fyrstu heimaleikir Fjarðabyggðar og Leiknis í A deild Lengjubikarsins verða um helgina. Mótherjarnir eru sterkir og ekki af verri endanum.
Fótbolti um helgina
Fyrsti heimaleikur Leiknis í Fjarðabyggðarhöllinni í 4.riðli A deildar lengjubikarsins er ekki af verri endanum. Íslandsmeistarar FH koma í heimsókn nk. laugardag 5.mars kl. 12:00. Ókeypis aðgangur.
Á sunnudaginn 6.mars tekur svo lið Fjarðabyggðar á móti Breiðabliki í 2.riðli A deildar lengjubikarsins. Sá leikur hefst í Fjarðabyggðarhöllinni kl. 12:30.
Þetta er annar leikur beggja liða en þau fengu bæði skelli gegn Akureyrarliðunum um miðjan febrúar. Leiknir tapaði 0-5 fyrir Þór og KA rúllaði yfir Fjarðabyggð 0-8. Þess má geta, báðum liðum til hvatningar, að KA og Þór leika bæði í 1.deildinni ( B-deild ) í sumar ásamt okkar liðum.
Hvetjum alla til að kíkja í Höllina og hvetja liðin til góðra hluta.
Hér má sjá þær breytingar sem orðið hafa á liðum Fjarðabyggðar og Leiknis frá síðasta sumri.
Leiknir - komnir:
Ísak Breki Jónsson frá Fylki
Sergio Cuesta Amella frá Quintanar del Rey á Spáni
Stefano Layeni frá Ítalíu
Leiknir - farnir:
Fernando Garcia Castellanos til Spánar
Haraldur Þór Guðmundsson í Fjarðabyggð
Paul Bodgan Nicolescu
Vignir Daníel Lúðvíksson í Þrótt Vogum
Fjarðabyggð - komnir:
Haraldur Þór Guðmundsson frá Leikni F.
José Alberto Djaló Embaló frá Rapid Búkarest
Marteinn Þór Pálmason frá Leikni F.
Oumaro Coulibaly frá Chievo á Ítalíu
Sverrir Mar Smárason frá Kára
Sævar Örn Harðarson frá Elliða
Víglundur Páll Einarsson frá Einherja
Fjarðabyggð - farnir:
Bjarni Mark Antonsson í KA (Var á láni)
Brynjar Jónasson í Þrótt
Carl Oscar Anderson
Emil Stefánsson í FH (Var á láni)
Elvar Ingi Vignisson í ÍBV
Hafþór Þrastarson í Fram
Ingvar Ásbjörn Ingvarsson í Leikni R. (Var á láni frá FH)
Kile Kennedy til Ástralíu
Nik Chamberlain í Aftureldingu
Viðar Þór Sigurðsson í KR (Var á láni)
Viktor Örn Guðmundsson