Hættustig vegna snjóflóðahættu tekur gildi í Neskaupsstað kl. 22:00 í kvöld, laugardaginn 6. apríl.
Það er gott að fylgjast með upplýsingum um stöðuna á síðu Veðurstofunnar um ofanflóð: https://blog.vedur.is/ofanflod/. Vöktunin er mikil og nýjustu upplýsingar fara beint þangað inn.
Nú er gott að nýta bjargráðin. Gera það sem hjálpar okkur að róa hugann. Tala við börn og ungmenni og hlusta á þau og hughreysta ef þau eru kvíðin út af veðrinu.
Það getur hjálpað að fá fræðslu um algeng einkenni áfalla.
Hér er myndband frá yfirsálfræðingi HSA; https://www.youtube.com/watch?v=N9O8rn7ckjI
Og nýtt myndband frá RKÍ um börn og áföll; https://www.youtube.com/watch?v=q6cFqB_trjA
Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn allan sólarhringinn.
Hægt er að fá samband við geðheilbrigðisteymi HSA með því að senda póst á netfangið afallahalp@hsa.is.
Einnig er hægt að fá sálgæslu hjá presti:
Benjamín Böðvarsson, Reyðarfirði 861 4797,benjamin.hrafn.bodvarsson@kirkjan.is
Bryndís Böðvarsdóttir, Neskaupsstað 891 1773, bryndis.bodvarsdottir@kirkjan.is
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Fáskrúðsfirði 897 1170, srjona@simnet.is