mobile navigation trigger mobile search trigger
21.04.2023

Fræðslufundur um viðbrögð við áföllum

Fræðslufundur um viðbrögð við áföllum verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl klukkan 17:00 í Egilsbúð, Neskaupstað.

Ákveðið var að bjóða til fræðslufundar í ljósi atburðanna í lok síðasta mánaðar og vegna ábendinga um að eðlilega hefðu snjóflóðin og rýmingarnar núna ýft upp minningar og tilfinningar vegna atburðanna 1974.

Fræðslufundur um viðbrögð við áföllum

Dagskrá

Sigurlín Hrund Kjartansdóttir sálfræðingur hjá HSA flytur erindi um áföll og viðbrögð við áföllum.

Guðrún Smáradóttir segir frá reynslu sinni og upplifun af snjóflóðunum 1974 og 2023.

Karitas Harpa Davíðsdóttir syngur nokkur lög

Frétta og viðburðayfirlit