mobile navigation trigger mobile search trigger
12.01.2022

Framhald á sóttvarnaraðgerðum 13. janúar– áhrif á þjónustu Fjarðabyggðar

Ríkisstjórnin kynnti í gær framhald sóttvarnaraðgerðum sem miða að því að stemma stigu við hraðri útbreiðslu COVID – 19 á Íslandi. Hér að neðan má sjá hvaða áhrif þetta mun hafa á þjónustu sveitarfélagsins.

Framhald á sóttvarnaraðgerðum 13. janúar– áhrif á þjónustu Fjarðabyggðar
  • Bæjarskrifstofa: Afgreiðsla bæjarskrifstofunnar verður áfram opin, en fjöldi starfsmanna á staðnum verður takmarkaður og hluti starfsmanna dreifðir á aðrar starfsstöðvar. Þess vegna er fólk hvatt til að nýta sér rafrænar lausnir til samskipta s.s. með símtölum í síma 470 9000,  í gegnum íbúagátt, með tölvupósti, eða í gegnum ábendingakerfið á vef Fjarðabyggðar.
  • Sundlaugar og íþróttamannvirki: Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram opnar en þeim er heimilt að taka við 50%af leyfðum hámarksfjölda skv. starfsleyfi.
  • Grunnskólar: Þær aðgerðir sem kynntar hafa verið munu ekki hafa áhrif á starfsemi grunnskóla umfram það sem nú er. Þurfi að grípa til sértækra aðgerða í skólastofnunum er foreldrum tilkynnt það sérstaklega.
  • Leikskólar: Þær aðgerðir sem kynntar hafa verið munu ekki hafa áhrif á starfsemi grunnskóla umfram það sem nú er. Þurfi að grípa til sértækra aðgerða í skólastofnunum er foreldrum tilkynnt það sérstaklega.

Þessar ráðstafanir taka gildi þann á miðnætti þann 13. janúar og gilda til 3. febrúar. Reglurnar má kynna sér þær á vef Stjórnarráðsins með því að smella hér.

Ef frekari breytingar verða á reglunum eða þjónustu Fjarðabyggðar verður það kynnt sérstaklega

Frétta og viðburðayfirlit