mobile navigation trigger mobile search trigger
03.11.2017

Framkvæmdir í Fólkvangi Neskaupstaðar

Þessa dagana standa yfir framkvæmdir í Fólkvangi Neskaupstaðar þar sem er verið að skipta út göngupöllum og handrið. Nestak vinnur verkið og hefur fyrirtækið unnið í friðlandinu með miklum sóma og er virðing fyrir náttúrunni í hávegum höfð. Það kallar á það að töluvert af efninu þarf að selflytja þar sem vélknúin tæki komast ekki að og/eða til að verja náttúruna fyrir skemmdum.

Framkvæmdir í Fólkvangi Neskaupstaðar

Göngupallarnir og handriðin sem er verið að skipta út liggja yfir mýrarsvæðið rétt neðan við útsýnisskífuna. Á myndinni má sjá þrjá starfsmenn Nestak að störfum í gær í blíðskapar veðri út í fólkvanginum þau Vilhjálm Skúlason, Kristínu Jónu Skúladóttir og Jónínu Joy Víðisdóttir.

Frétta og viðburðayfirlit