mobile navigation trigger mobile search trigger
13.08.2024

Framkvæmdir vegna snjóflóðavarnagarða í Neskaupstað

Framkvæmdir vegna byggingar á snjóflóðavörnum undir Nes- og Bakkagiljum í Neskaupstað eru nú þegar hafnar. Hluti af jarðvegsframkvæmdum felst í því að borað er í berglög sem verða síðan losuð með sprengingum. Unnið verður í samræmi við reglur um sprengiframkvæmdir í jarðvinnu innan þéttbýlis.

Framkvæmdir vegna snjóflóðavarnagarða í Neskaupstað

Þannig verður bylgjuhraði og tíðni sprenginga takmörkuð. Vinna við sprengingar eru hafnar og mun standa yfir út verktímann með hléum. Sprengt er á tímabilinu 10:00 – 16:00. Verktakinn ber ábyrgð á því að unnið sé samkvæmt framangreindu.

Slíkum aðgerðum fylgir ónæði en reynt verður eftir fremsta megni að lágmarka það. Fyllstu varúðar verður gætt og sprengt með vægum hleðslum til að minnka titring og hávaða.

Verktaki mun gefa þrjú löng hljóðmerki (loftlúður) 5 mín fyrir sprengingu. Umferð í nágrenni við sprengjusvæðið er stranglega bönnuð eftir að hljóðmerki hefur verið gefið.

Frétta og viðburðayfirlit