mobile navigation trigger mobile search trigger
05.05.2021

Framkvæmdir við nýja bryggju á Eskifirði halda áfram

Framkvæmdir við nýja bryggju á Eskifirði halda áfram. Eftir að niðurrekstri staura lauk í febrúar síðastliðnum er nú hafinn niðurrekstur á stálþilsplötum í bakþil bryggjunnar og sjá Kranar ehf. um verkið. Það verk mun klárast á þessu ári ásamt því að steyptar verða undirstöður stormpolla. Unnið er að hönnun lagna á svæðinu í samstarfi við Eskju og Skeljung

Framkvæmdir við nýja bryggju á Eskifirði halda áfram

Í ár verða einnig forsteyptar holplötur og þybbueiningar til að undirbúa byggingu sjálfrar bryggjunnar á næsta ári. Framleiðsla holplatna var boðin út í mars og bárust tilboð frá Steypustöðinni ehf. og Einingaverksmiðjunni ehf.  Samið hefur verið við Steypustöðina sem átti lægra tilboðið. Samið var við MVA ehf. mun framleiðslu þybbueininga.

Frétta og viðburðayfirlit