Framkvæmdir við nýja Frystihússbryggju á Eskifirði ganga vel og er bygging hennar langt komin. Samhliða því að raða holplötum ofan á burðarbita bryggjunnar hafa þybbueiningar og svokallaðir fenderar verið festir framan á bryggjuna. Járnabinding fyrir steypta þekju og landvegg er einnig um það bil hálfnuð en stefnt er að því að steypa innan fárra vikna. Að því loknu verður hafist handa við lokaskrefin í byggingu bryggjunnar með uppsetningu polla, stiga, kanttrés og tenglaskápa.
06.09.2022
Framkvæmdir við nýja Frystihúsabryggju
Fleiri myndir: