Framkvæmdir standa nú yfir við nýjan hafnarkant og þekju við Norðfjarðarhöfn framan við nýbyggingu sem mun hýsa netagerð Fjarðanets.
23.10.2018
Framkvæmdir við nýjan hafnarkant við Norðfjarðarhöfn
Fjarðabyggðahafnir hafa með landfyllingum búið til athafnasvæði í Norðfjarðarhöfn og nú er verið að vinna að nýjum hafnarkanti og þekju þar. Nú er unnið að þvi að steypa kantbita ofan á stálþil og þekju þar fyrir innan.
Það er fyrirtækið Nestak ehf. í Neskaupstað sem sér um verkið, en skrifað var undir verksamning við þá í september. Siglingasvið Vegagerðarinnar sá um verkfræðihönnun en Efla sinnir verkeftirliti á svæðinu.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í desember á þessu ári.
Fleiri myndir: