Bæjarráð Fjarðabyggðar tekur undir með stjórn Sambands Íslenskra Sveitarfélaga í bókun hennar vegna boðaðrar skerðingar á framlögum í Jöfnunarsjóð Sveitarfélaga.
18.03.2019
Framlag ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Ljóst er að við þetta verður ekki unað og hvetur bæjarráð Fjarðabyggðar stjórnvöld til að hverfa frá þessari ákvörðun. Þess í stað verði teknar upp viðræður við sveitarfélögin um hvernig skuli mæta þeim forsendubresti í fjármálum þeirra, sem nú blasir við m.a. vegna aðstæðna í sjávarútvegi. Það hlýtur að vera sameiginlegt áherslumál þessara tveggja stjórnsýslustiga að afkoma þeirra sé viðunandi, en ekki einungis að afkoma ríkissjóðs sé jákvæð á kostnað sveitarfélaganna.