mobile navigation trigger mobile search trigger
23.01.2020

Framlenging verksamninga um ræstingu

Á dögunum var skrifað undir framlengingu á verksamningum um ræstingu á nokkrum stofnunum Fjarðabyggðar við ræstinga fyrirtækið GG Þjónustu EHF.

Framlenging verksamninga um ræstingu

Um er að ræða ræstingu á Leikskólunum Eyrarvöllum í Neskaupstað, Dalborg á Eskifirði, Lyngholt á Reyðarfirði og auk Kærabæjar á Fáskrúðsfirði. Auk þess er um að ræða ræstingu á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar á Hafnargötu 2 á Reyðarfirði.

GG þjónusta hefur sinnt ræstingum á þessum stöðum undanfarin 3 ár og með framlengingu á samningnum mun þjónustan vera á þeirra höndum út árið 2020.

Fleiri myndir:
Framlenging verksamninga um ræstingu
Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar ásamt starfsmönnum GG Þjónustu við undirskriftina í Nesskóla á dögunum.

Frétta og viðburðayfirlit