Anya Hrund Shaddock og Anton Unnar Steinsson fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í sínum flokki í lokakeppni Nótunnar, sem fram fór í Hörpu sl. sunnudag.
12.04.2016
Framúrskarandi árangur á Nótunni
Þau Anja og Anton, sem eru nemendur við Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar, kepptu í flokknum grunnnám - samleikur.
Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskóla á Íslandi og eru þátttakendur á lokaviðburðnum, sem fram fer í Hörpu, valdir í landshlutakeppni. Landshlutakeppnin sem tónlistarskólarnir í Fjarðabyggð tóku þátt í fór fram í Hofi á Akureyri í mars sl. og komust tvö atriði áfram.
Það krefst æfingar og elju að ná þessum árangri og er Anyu og Antoni óskað innilega til hamingju með glæsilegan árangur.
Tengt efni:
Fleiri myndir: