mobile navigation trigger mobile search trigger
31.07.2024

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

Franskir dagar voru settir á fimmtudaginn var, þegar Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri setti hátíðina að viðstöddu fjölmenni. Í kjölfarið á setningunni var haldið í hina árlegu Kenderísgöngu, þar sem þáttakendur halda í smá óvissuferð um Fáskrúðsfjörð þar sem ýmislegt er á boðstólnum.

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
Anna Poyet, túlkur, Josée Bleuez, bæjarfulltrúi, Michéle Kerckhof Lefrank, varaborgarstjóri Gravelines og Michael Wierre, framkvæmdarstjóri útvarpstöðvarinnar Delta Fm.

Þó setningin hafi farið fram á fimmtudeginum, var hátíðinni þjófstartað á miðvikudaginn, með pöbbkviss, sem fram fór í Skrúð. Leikhópurinn Lotta sýndi svo sýninguna um Bangsímon á fimmtudeginum og í kjölfarið hófst hin árlega reiðhjólakeppni Tour de Fáskrúðsfjörður.

Að venju komu fulltrúar frá vinabæ Fjarðabyggðar í heimsókn ásamt Guillaume Bazard, sendiherra Frakklands á Íslandi. Vinabæjarsamskipti Gravelines og Fjarðabyggðar má rekja til ársins 1991, þegar Fáskrúðsfjörður og Gravelines gerðust vinabæir. Við sameiningu Fáskrúðsfjarðar og Fjarðabyggðar árið 2006 bættist Gravelines við sem vinabær Fjarðabyggðar.

Á fimmtudeginum var farið í siglingu með björgunarbátnum Hafdísi þar sem Hans Óli, skipstjóri og Ingvar Björnsson sigldu með hópinn út í Skrúð. Að því loknu var kvöldverður á Cafe Sumarlína og svo tekið þátt í setningu Franskra daga og Kenderísgöngunni.

Dagskrá Franskra daga hélt svo áfram á föstudeginum og var byrjað  í heimsókn í Loðnuvinnsluna þar sem Garðar Svavarsson, framkvæmdarstjóri tók á móti hópnum í Tanga og kynnti fyrir þeim starfsemi fyrirtækisins. Að því búnu var haldið yfir í frystihúsið og framleiðslan skoðuð. Þar tók á móti okkur Þorri Magnússon, framleiðslustjóri og fór yfir framleiðsluferlið.

Eftir að hafa snætt hádegismat  var haldið út í Fáskrúðsfjarðarkirkju og hlýtt á tónleika með franska sönghópnum Les Itineraires.

Í framhaldi af því var svo haldið yfir í safnið Frakkar á Íslandsmiðum, þar sem Fjóla Þorsteinsdóttir tók á móti hópnum og leiddu þau í gegnum það. Um kvöldið var svo kvöldverður á L’Abri og brekkutónleikarnir á frönskum dögum.

Laugardagurinn hófst að venju með helgistund í frönsku kapellunni og að henni lokinn var haldið út í franska grafreitinn þar sem haldin var minningarathöfn til minningar þeirra sjómanna sem fórust við strendur Íslands.

Eftir að hafa hvílst í stutta stund tók við hefðbundin dagskrá franskra daga og hátíðarkvöldverður um kvöldið í boði forseta bæjarstjórnar. Í kvöldverðinum fór Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, stuttlega yfir samskiptin og sameiginlega sögu sveitarfélaganna ásamt Guillaume BAZARD. sendiherra og Josée Bleuez, bæjarfulltrúi frá Gravelines. Að því loknu var skipts á gjöfum. 

Á sunnudeginum var svo kveðjustund í Fáskrúðsfjarðarkirkju og að því loknu var haldið upp á flugvöll og gestirnir kvaddir.

Fleiri myndir:
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
Hervé Bleuez, Michéle Kerckhof Lefran, Josée Bleuez, Anna Poyet, Michael Wierre, Hans Óli, skipstjóri ferðarinnar og Ingvar björnsson
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
Frá setningu franksra daga
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
Heimsókn í Loðnuvinnsluna
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
Guillaume Bazard, sendiherra Frakklands á Íslandi, Michéle Kerckhof Lefrank og Josée Bleuez
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
Jón Björn Hákonarson, Michéle Kerckhof Lefrank og Guillaume Bazard, sendiherra leggja blómsveig að minnisvarða um látna sjómenn.
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
Frá rósafleytingu
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

Frétta og viðburðayfirlit