mobile navigation trigger mobile search trigger
01.06.2017

Frítt í söfnin fyrir íbúa

1. júní hefst formleg opnun safna Fjarðabyggðar, ef frá er talið safnið Frakkar á Íslandsmiðum sem opnaði fyrr. Frítt er fyrir íbúa yfir sumarið.

Frítt í söfnin fyrir íbúa

Í fyrra fengu íbúar frítt í söfnin gegn framvísun Fjarðakortsins og gaf það nokkuð góða raun. Sama fyrirkomulag verður aftur í sumar og eru íbúar hvattir til þess að skoða þessi mögnuðu söfn sem við eigum í sveitarfélaginu. 

Í Safnahúsinu í Neskaupstað eru þrjú söfn, Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar, Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar og Náttúrugripasafn Austurlands. Þar er opið mán-lau 13-21 og sun 13-17.

Á Eskifirði er Sjóminjasafn Austurlands og á Reyðarfirði er Íslenska stríðsárasafnið. Þau eru opin alla daga 13-17. Á Fáskrúðsfirði er safnið Frakkar á Íslandsmiðum en þar er opið alla daga frá 10-18.

Það þarf ekki að fara langt til að njóta hágæða menningar. Heimsækjum söfnin okkar og lærum að þekkja það sem heimabyggðin hefur upp á að bjóða!

Að auki má benda á tvö einkarekin söfn sem eru í sveitarfélaginu en ekki er frítt inn á þau í sumar. Íbúar eru eindregið hvattir til þess heimsækja þau líka.

Það er annars vegar Norðurljósahús Íslands, sem er opið frá 9-18 alla daga fram í september og hins vegar hið heimsþekkta Steinasafn Petru sem er opið alla daga í sumar frá 9-18.

Frétta og viðburðayfirlit