mobile navigation trigger mobile search trigger
23.09.2024

Frítt í sund og líkamsrækt

Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu býður Fjarðabyggð frítt í sund og líkamsrækt í öllum íþróttamiðstöðvum Fjarðabyggðar vikuna 23. september - 29. september.

Einnig viljum við vekja athygli á dagskránni hér að neðan.

Frítt í sund og líkamsrækt

Fjarðabyggð hvetur öll íþróttafélög í Fjarðabyggð, samtök og einstaklinga til að taka virkan þátt í íþróttavikunni með því að skipuleggja opnar æfingar og opin hús, viðburði eða aðrar uppákomur sem tengja má með beinum og óbeinum hætti við líkamlega og andlega hreyfingu og heilsu.

Opnar æfingar og tímar í boði hjá félögum

Mánudagurinn, 23. september

Kl. 16:30:   Þrek tími - Eyrin Reyðarfirði

Kl. 16:30:   Karfa 3.-5. bekkur - Íþróttahúsinu Reyðarfirði

Kl. 17:50:   Karfa 6.-8. bekkur - Íþróttahúsinu Reyðarfirði

Þriðjudagurinn, 24. september

Kl. 15:10 – 15:55:   Körfubolti á Breiðdal Hrafnkell Freysgoði fyrir 2.-4. bekk

Kl. 15:00 – 16:00:   Sundæfing fyrir 2014 og eldri með Sunddeild Austra, Eskifirði

Kl. 16:00:  Fyrirlesarinn er Thomas Danielsen, íþróttasálafræðingur meistaraflokks karla hjá KA og viðfangsefni hans er High Performance Strategies. Thomas er með meistaragráðu í íþróttasálfræði frá SDU í Danmörku. Hann hefur starfað í yfir 10 ár með dönskum félögum og leikmönnum í efstu deildum í fótbolta, handbolta, blaki og golfi. Þessa dagana starfar hann fyrir KA en er einnig að vinna með dönskum golförum sem spila á Evróputúrnum. Hann mun fjalla um aðferðir sem hann beitir í hugrænni þjálfun sem hjálpa leikmönnum að ná topp árangri. Í Fjarðabyggðarhöllinni, Reyðarfirði.

Kl. 16:00 – 16:30:   Körfubolti á Breiðdal með Hrafnkell Freysgoði fyrir 4 ára til 1. bekks

Kl. 16:30 – 17:15:   Sundæfing fyrir 2017-2018 með Sunddeild Austra, Eskifirði

Kl. 17:00:   Sjósund með Sigurgeiri  Siglingarklúbbur Eskifjarðar

Kl. 17:00:   Opið hús í Crossfit, Neskaupstað

Kl. 17:00:   Glíma í íþróttahúsið á Reyðarfirði fyrir 5. bekk og eldri

Kl. 17:30:   Opin Þrek tími í Eyrinni, Reyðarfirði (fellur niður)

Kl. 19:00:   Vatnsleikfimi á Fáskrúðsfirði með Fjólu

Miðvikudagurinn, 25. september

Kl. 15:00:   Körfubolti á Breiðdal með Hrafnkell Freysgoði fyrir 5.-10. bekk

Kl. 16:30:   Þrek tími - Eyrin Reyðarfirði

Kl. 16:30:   Karfa 3.-5. bekkur - Íþróttahúsinu Reyðarfirði

Kl. 16:00:   Fimleikadeild Leiknis á Fáskrúðsfirði fyrir 1. & 2. bekk

Kl. 17:00:   Fimleikadeild Leiknis á Fáskrúðsfirði fyrir 2019-2020 árgerða

Kl. 17:45:   Fimleikadeild Leiknis á Fáskrúðsfirði fyrir 3. & .4 bekk

Kl. 17:45:   Spinning & Stöðvaþjálfun í Glaðheimum Fáskrúðsfirði

Kl. 17:50:   Karfa í Íþróttahúsi Rey - 6.-8. bekkur

Kl. 18:30:   Fimleikadeild Leiknis Fásk - 5. bekkur & eldri

Fimmtudagurinn, 26. September

Kl. 15:00:   Sundæfing fyrir 2014 og eldri Sunddeild Austra, Eskifirði

Kl. 16:30:   Sundæfing fyrir 2015-2017, Sunddeild Austra, Eskifirði

Kl. 17:00:   Göngufélag Suðurfjarða bíður í göngu, Mæting við tjaldsvæðið á Fáskrúðsfirði

Kl. 17:00:   Glíma í íþróttahúsinu á Reyðarfirði fyrir 5. bekk og eldri

Kl. 17:30:   Opin Þrek tími, Eyrin Reyðarfirði

Kl. 20:00 – 22:00:   Opið Hús í Pílu á Gömlu Eskjuskrifstofunni, Eskifirði

Föstudaginn, 27. september

Kl. 08:45:   Janus býður 65 ára og eldri í Íþróttahúsið á Fáskrúðsfirði

Kl. 10:00:   Janus býður 65 ára og eldri í Fjarðabyggðarhöllina, Reyðarfirði

Kl. 11:15:   Janus býður 65 ára og eldri í Íþróttahúsið í Neskaupstað

Kl. 16:30:   Opin Þrek tími, Eyrin Reyðarfirði

Kl. 17:00 - 19:00:   Sundlaugarpartý í Neskaupstað með DJ Tonytjokko!

Laugardaginn, 28. september

Kl. 06:00-18:00:   Maraþonsund Þróttar í Neskaupstað. Öll áhugasöm hvött til að koma í laugina og synda nokkrar ferðir með iðkendum Þróttar sem ætla að athuga hversu marga km næst að synda á 12 klst. Hve mikið syndi ég í hreyfivikunni? Skràningarblöð munu liggja frammi í sundlauginni alla vikuna þar sem öll geta skráð hversu mikið þau synda yfir vikuna. Verðlaun verða veitt þeim sem synda mest. Áhugasamir sundmenn geta prófað æfingar hjá sunddeild Þróttar yfir vikuna sér að kostnaðarlausu. Þróttur vekur athygli á garpasundi á mánudögum og fimmtudögum fyrir fullorðna kl. 17. Öll velkomin.

Kl. 11:00:   Fótboltaskóli KFA & FHL Fjarðabyggðarhöllin

Kl. 11:00:   Karfa í Íþróttahúsi Rey, 6.-8. bekkur

Frétta og viðburðayfirlit