Mikið hefur fundist af dauðum fugli við strendur Fjarðabyggðar. Ef viltur fugl finnst dauður er mikilvægt að tilkynna það strax til MAST, nema ef augljóst er að hann hafi drepist af slysförum.
19.08.2022
Fuglaflensa
Hræ skal látið liggja nema ef það er þannig staðsett að nauðsynlegt sé að fjarlægja það. Ef það er gert skal hræið sett í plastpoka, án þess að það sé snert með berum höndum, lokað fyrir pokann og hann síðan settur í almennt rusl. Ef viðkomandi sveitarfélag býður uppá förgunarleið fyrir lífrænan úrgang má setja hræið í niðurbrjótanlegum poka í söfnunarílát fyrir slíkan úrgang.
Frekari upplýsingar er að fá inná heimasíðu MAST.