mobile navigation trigger mobile search trigger
03.03.2017

Fyrsta úthlutun úr minningarsjóði Ágústar Ármanns

Óskað var eftir umsóknum í minningarsjóð Ágústar Ármanns á dögunum.

Fyrsta úthlutun úr minningarsjóði Ágústar Ármanns

Þetta er fyrsta úthlutun úr minningarsjóðnum sem stofnaður var á síðasta ári og fór úthlutun fram á fæðingardegi Ágústar Ármanns 23.febrúar. Áhersla var lögð á að einstaklingar og stofnanir innan Fjarðabyggðar gætu sótt um í sjóðinn fyrir verkefni sem stuðla að aukinni tónlistarmenntun. 

Í ár hlýtur Rannveig Julía Sigurpálsdóttir styrk úr sjóðnum sem mun nýtast til söngnáms í The Complete Vocal Academy við Complete Vocal Institute Kaupmannahöfn þar sem aðal áherslan er lögð á ákveðna raddtækni til þess að ná fullri stjórn á röddinni. Complete Vocal Technique byggir á 20 ára ítarlegum rannsóknum á öllum tegundum söngstíla, allt frá þungarokki til klassísks söngs. Skólinn er alþjóðlegur og sækir fólk hann allsstaðar að úr heiminum.  

Frétta og viðburðayfirlit