Skíðasvæðið í Oddsskarði verður opnað í fyrsta skipti í vetur í dag föstudaginn 15.janúar. Opið verður frá kl.16:00 – 20:00. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.oddsskard.is. Takmarkanir eru þó á opnun svæðisins um þessar mundir vegna sóttvarna sem notendur eru beðnir að kynna sér vel.
15.01.2021
Fyrsti opnunardagur í Oddsskarði með takmörkunum
Nokkrar takmarkanir eru þó á opnun svæðisins um þessar mundir vegna sóttvarna. Þær eru þessar helstar:
- 150 manns geta verið á svæðinu í einu auk barna sem eru fædd 2005 og síðar.
- Þegar 150 manns eru komin á svæðið verður aðgengi að því lokað og upplýsingar um lokun settar á facebook síðu Skíðasvæðisins.
- Nándamörk eru 2 metrar og óskyldir aðilar þurfa að virða þau mörk sem og hópamyndun.
- Allir á skíðasvæðinu þurf að vera með grímu.
- Veitingasala og matsalur í skíðaskála verða lokuð. Vinsamlega takið með nesti og neytið í bifreiðum.
- Salernisaðstaða verður opin eftir reglum um fjölda í rými - grímuskylda.
- Skíðaleigan verður lokuð.
- Miðasala verður opin fyrir kortasölu. Aðeins einn úr hverri fjölskyldu má koma inn í miðasöluna og kaupa kortin. Aðrir bíða í eða við bílinn.
- Á leið upp að skíðasvæði verða allar bifreiðar stöðvaðar þar sem allir 16 ára og eldri þurfa að skrá sig inn á svæðið. Starfsmaður verður fyrir ofan Eskifjörð og biður einstaklinga um að skrá nafn og kennitölu á skráningarblað.
- Vinsamlegast virkið rakningarappið hjá öllum í fjölskyldunni áður en komið er á skíðasvæðið.