Laugardaginn 1. desember fóru fram fyrstu tónleikar nýstofnaðrar Sinfóníuhljómsveitar Austurlands í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Tónleikarnir voru vel sóttir og afar vel heppnaðir.
04.12.2018
Fyrstu tónleikar nýstofnaðrar Sinfóníuhljómsveitar Austurlands
Rúmlega 200 manns mættu í Tónlistarmiðstöðina til að hlýða á þá fjölbreyttu dagskrá sem boðið var uppá. Á efnisskráni voru meðal annars þekkt verk eftir Beethoven og Grieg. Auk þess mátti heyra tónverkið "Eldur" eftir Jórunni Viðar og þá stigu nokkrir austfirskir karlakórar á svið með hljómsveitinni og fluttu löginn Brennið þið vitar og Úr útsæ rísa Íslandsfjöll.
Í lokinni tóku svo áhorfendur vel undir þegar þjóðsöngurinn var fluttur. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum var Zigmas Genutis og konsertmeistari var Zsuzsanna Bitay.
Að tónleikum loknum bauð Fjarðabyggð gestum síðan upp á köku og kaffi og Berglind Agnarsdóttir upp á sögustund fyrir börnin.
Það er rétt að óska Sinfóníhljómsveit Austurlands til hamingju með þennan merka áfanga.