Endurnýta má gömul hús með góðum árangri, eins og þetta gamla félagshús hestamannafélagsins Blæs á Norfirði, sem hefur verið flutt í Skíðamiðstöðina í Oddsskarði.
11.11.2015
Gamalt hús með nýtt hlutverk
Þegar hestamannafélagið Blær hafði flutt starfsemi sína í nýtt félagshúsnæði héldu margir að gamla húsið heyrði sögunni til. Svo reyndist þó ekki vera og gegnir húsið nú nýju hlutverki fyrir Skíðamiðstöðina í Oddsskarði.
Að sögn Ómars Skarphéðinssonar, rekstraraðila skíðasvæðisins, flýtur starfsemi skíðaleigunnar í húsið ásamt sölu aðgöngumiða.
„Þessu nýja fyrirkomulagi fylgir hagræði og aukin þægindi fyrir gesti skíðasvæðisins. Veitingareksturinn og gestir skíðaskálans fá aukið rými, á meðan gestir skíðasvæðisins geta gengið beint að miðasölu og annarri skíðatengdri þjónustu," segir Ómar „Þá er skíðaleiga mikilvægur liður í rekstri skíðasvæða og með viðbótarhúsnæðinu getum við skapað leigunni mun betri rekstraraðstöðu.“