Sunnudaginn 2. október verður hið árlega Hágarðahlaup og gefst þá þátttakendum tækifæri til að reyna sig við hlaup á göngu- og útivistarstígum við snjóflóðamannvirkin í Neskaupstað.
30.09.2016
Hágarðahlaup 2016
Samhliða uppbyggingu ofanóðamannvirkja í Neskaupstað hafa verið lagðir göngustígar sem nýtast útivistarfólki afar vel.
Hlaupinu verður skipt í þrennt með það að markmiði að allir geti tekið þátt:
- Leið nr.1 er 8,5 km ofurhlaup þar sem reyna mun á snerpu og þol.
- Leið nr. 2 er 6,2 km skokkleið
- Leið nr. 3 er 5 km léttganga þar sem lögð verður áhersla á þægilega gönguleið og hóflegan hraða.
Hlaupið hefst stundvíslega kl 10:30 við Norðfjarðarvita.
Þátttakendur greiða 2.000.- kr þátttökugjald og munu 500.- kr af gjaldinu renna til fæðingardeildar Umdæmissjúkrahúss Austurlands/FSN.
Börn yngri enn 16 ára greiða ekki þáttökugjald. Posi verður ekki á staðnum.
Skráning í Hágarðahlaupið fer fram á staðnum kl: 10:00.
Nánar um hlaupið (pdf)