mobile navigation trigger mobile search trigger
28.05.2024

Garðsláttur eldri borgara

Frá árinu 2019 hefur eldri borgurum og öryrkjum staðið til boða garðsláttur af hálfu sveitarfélagsins. Sú ákvörðun um að bjóða upp á garðslátt var tekin þar sem slík þjónusta stóð ekki til boða. Frá árinu 2023 hefur fyrirtæki í einkaeigu boðið uppá garðslátt í allri Fjarðabyggð. 

Sveitarfélagið mun því ekki bjóða uppá garðslátt með því fyrirkomulagi sem verið hefur. 

Eldri borgarar og öryrkjar sem eru undir tekjuviðmiðum og þurfa á aðstoð að halda til að standa straum af kostnaði við garðslátt geta sótt um fjárhagsaðstoð. 

Frétta og viðburðayfirlit