mobile navigation trigger mobile search trigger
06.06.2019

Garðsláttur fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega

Nú á vordögum voru samþykktar reglur sem varða aðstoð við garðslátt fyrir öryrka og ellilífeyrisþegar. Markmiðið er að styðja fólk til sjálfshjálpar og gera fólki kleift að búa sem lengst í heimahúsi.

Rétt til að nýta sér þjónustuna eiga ellilífeyris- og örorkulífeyrisþegar með lögheimili í Fjarðabyggð sem ekki geta hjálparlaust hirt lóðir sínar vegna skertrar getu. Þjónustan er veitt þrisvar yfir sumartímann (júní, júlí og ágúst) og felst í því að grasflatir, innan skilgreindra lóðamarka eru slegnar og garðaúrgangur hirtur. 

Reglur varðandi þjónustuna má finna á heimasíðu Fjarðabyggðar með því að smella hér

Þjónustuþegi greiðir fyrir sláttinn samkvæmt gjaldskrá. Tekjulágum ellilífeyrisþegum og örorkulífeyrisþegum með fulla örorku (75%) bíðst afsláttur af gjaldinu. Nánar er fjallað um það í gjaldskránni sem finna má með því að smella hér.

Sótt er um garðslátt á sérstöku eyðublaði sem finna má á Íbúagátt Fjarðabyggðar með því að smella hér. Ef aðstoðar er óskað við útfyllingu umsóknarinnar er hægt að hafa samband í síma 470 9000.

Allar nánari upplýsingar um verkefnið veitir verkefnastjóri búsetuþjónustu hjá Fjarðabyggð á netfanginu gudrun.magnusdottir @fjardabyggd.is  eða í síma 470 9000.

Frétta og viðburðayfirlit