Menningarstofa Fjarðabyggðar stóð á dögunum fyrir ljóðasamkeppni í tilefni af Dögum Myrkurs. Sigurvegari ljóðasamkeppninnar að þessu sinni var Gísli Samúelsson með ljóðið „Dagar myrkurs“.
Gísli Samúelsson er sigurvegari í ljóðasamkeppni Menningarstofu Fjarðabyggðar
Í verðlaun hlaut Gísli gjafabréf frá Hildibrand í Neskaupstað og ljóðabókina "Hugurinn einatt hleypur minn" sem inniheldur kveðskap og æviferil Guðnýjar Árnadóttur (Skáld-Guðnýjar) og er gefin út af Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi.
Við óskum Gísla til hamingju með þetta. Ljóð hans má sjá hér að neðan.
Dagar myrkurs
Hann röltir um götur og stræti
gefandi mannfólki gaum
birtan fer hallandi fæti
flýjandi hverfur hún aum
Læðist að kveldið lýsir af staurum
leikur föl birta um einsaman mann
skyldi nú einhver sem leitar af aurum
stökkva úr runna og reyna við hann
Við hugarvíl það hann herðir nú göngu
hugsandi "kannski ég komist ei heim"
skjálfandi verður að beita sig ströngu
að skund´ekki hraðar og detta um stein.
Svo sér hann ljósið sem lýsir að heiman
lokkandi kallar "flýttu þér nú"
skyldi hann komast, guðirnir teimann
heilan á taugum, bættan í trú.
- Gísli Sam