mobile navigation trigger mobile search trigger
13.01.2020

Gjaldfrjáls afnot bókasafna í Fjarðabyggð

Vakin er athygli á því að frá og með 1. janúar 2020 greiða íbúar Fjarðabyggðar, sem eru handhafar Fjarðakortsins, ekki árgjald að bókasöfnum Fjarðabyggðar.

Gjaldfrjáls afnot bókasafna í Fjarðabyggð

Athugið að til að nýta sér gjaldfrjáls afnot er nauðsynlegt að viðkomandi hafi Fjarðakort, og nauðsynlegt er þau séu gefin eru út á nöfn handhafa. Allar nánari upplýsingar um Fjarðakortið og hvernig sótt er um það má finna hér en einnig má nálgast upplýsingar á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar á Reyðarfirði og í síma 470 9000. 

Bókasöfnin í Fjarðabyggð eru sex. Þau eru Bókasafnið í Breiðdal, Bókasafnið á Stöðvarfirði,  Bókasafnið á Fáskrúðsfirði, Bókasafnið á Reyðarfirði,  Bókasafnið á Eskifirði og Bókasafnið i Neskaupstað eru öll staðsett í grunnskólum á hverjum stað.

Öll bókasöfn Fjarðabyggðar eru samsteypusöfn sem eru virk jafnt fyrir skóla sem almenning. Söfnin búa  yfir góðum safnkosti og boðið er upp á fjölbreytta þjónustu fyrir börn, unglinga og fullorðna, fyrirtæki og stofnanir. Helstu þjónustuþættir eru útlán gagna (s.s. á skáldsögum, fræðibókum, hljóðbókum, tímaritum, myndböndum og myndasögum) og upplýsingaþjónusta.

Gjaldskrá bókasafna Fjarðabyggðar má nálgast með því að smella hér

Frétta og viðburðayfirlit