Í gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð sem tekur gildi 1.janúar 2023 er kveðið á um að aftur verði farið að innheimta gjald fyrir losun óendurvinnanlegs úrgangs á móttöku- og söfnunastöðvum. Samþykkt hefur verið í umhverfis- og skipulagsnefnd að 3. grein gjaldskrárinnar taki ekki gildi fyrr en 1.mars 2023.
Þessi breyting ásamt fleiri breytingum í úrgangsmálum verður kynnt fyrir íbúum snemma á nýju ári.