mobile navigation trigger mobile search trigger
25.07.2015

Glæsileg setningarhátíð Franskra daga

Franskir dagar voru settir í gær með glæsibrag. Á meðal þeirra sem komu fram voru eldgleypar frá Sirkus Íslands, sem léku listir sínar og segja má að hafi lýst upp hátíðarsvæðið í ljósaskiptunum.

Glæsileg setningarhátíð Franskra daga
Eldgleypar á setningarhátíð Franskra daga í gærkvöldi.

Brekkusöng stýrði hinn þrautreyndi Árni Johnsen og tóku hátíðargestir vel undir í sígildum sönglögum. Setingarhátíðinni lauk síðan á sérlega veglegri flugeldasýningu.

Dagskrá Franskra daga hófst sl. miðvikudagskvöld. Af þeim fjölmörgu skemmtilegu eða áhugaverðum viðburðum sem þar eru í boði má nefna sýningar Sirkuss Íslands, en bæði fjölskyldu- og fullorðinssýningar sirkussins hafa mælst vel fyrir. Heimildarmyndin „Fáskrúðsfjörður, brot úr sögu bæjar“ hefur einnig mælst vel fyrir. Þá má einnig nefna fjölmargar sýningar, tónlistarviðburði og svo að sjálfsögðu dansleiki í Skrúði.

Frétta og viðburðayfirlit