Fjögur glæsileg piparkökuhús standa nú til sýnis í verslunarmiðstöðunni Molanum á Reyðarfirði. Piparkökuhúsin eru hluti af verkefni sem ungmenni úr félagsmiðstöðinni Zveskjunni á Reyðarfirði standa fyrir.
14.12.2015
Góðgerðardagar í Molanum
Hver hópur gerði piparkökuhús og valdi sér góðgerðarmálefni til að styrkja. Ætlunin er að biðja gesti, gangandi og aðra velunnara að styrkja frábær málefni nú á aðventunni. Frábært framtak hjá þessum ungu Reyðfirðingum.
Verkefnin sem krakkarnir völdu sér og hægt er að styrkja eru:
- Krabbameinsfélag Austfjarða
- Kraftur – stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein
- Neistinn – styrktarfélag hjartveikra barna
- Söfnun fyrir hönd Guðna og Guðnýjar