mobile navigation trigger mobile search trigger
15.12.2017

Góðgerðarvika félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð

Í vikunni stendur yfir Góðgerðarvika Félagsmiðstöðva Fjarðabyggðar, en tólf piparkökuhús standa til sýnis í verslunarmiðstöðunni Molanum á Reyðarfirði.

Góðgerðarvika félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð
Hægt er að skoða piparkökuhúsin á ganginum í Molanum

Ungmennin í félagsmiðstöðvunum gerðu piparkökuhús og skreyttu. Því næst kynntu þau sér og völdu góðgerðarmálefni til að styrkja.Ætlunin er að biðja gesti, gangandi og aðra velunnara að styrkja frábær málefni á aðventunni.

Á laugardaginn á milli 12 og 14 er svo lokadagur verkefnisins en þá ætla ungmennin úr félagsmiðstöðvunum á mæta á svæðið, kynna málefnin fyrir gestum og gangandi, bjóða upp á piparkökur, kakó og skapa skemmtilega stemningu með frábærum tónlistaratriðum og jólagleði. Auk þess verður uppboð á piparkökuhúsunum.

Fleiri myndir:
Góðgerðarvika félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð

Frétta og viðburðayfirlit