Glímukrakkar úr Grunnskóla Reyðarfjarðar náðu góðum árangri á grunnskólamóti Glímusambands Íslands sem haldið var í Reykjanesbæ um helgina.
15.03.2018
Góður árgangur Grunnskóla Reyðarfjarðar á Grunnskólamóti Glímusambands Íslands
Alls fóru 20 krakkar úr Grunnskóla Reyðarfjarðar ásamt þjálfurum og fararstjórum á mótið. Ekið var í rútu til Reykjavíkur og gekk ferðalagið vel. Laugardaginn 10. mars fór svo Grunnskólamótið fram og gekk Reyðfirðingum ákaflega vel.
Alls náðu 17 keppendur frá Reyðarfirði á verðlaunapall og þar af urðu 10 grunnskóla meistarar í sínum flokki. Auk þess sigraði Grunnskóli Reyðarfjarðar í samanlagðri keppni grunnskólana með miklum yfirburðum með sín 17 verðlaun.
Við óskum krökkunum innilega til hamingju með góðan árángur!