Á fætur í Fjarðabyggð hefst á laugardag, þann 24. júní. Dagskráin er afar glæsileg að vanda.
22.06.2017
Gönguvikan að hefjast
Dagskráin hefst formlega kl. 10:00 á laugardaginn með göngu- og bátsferð á Barðsneshorn. Mæting er við Safnahúsið í Neskaupstað en þaðan er ferðast með bát að Barðsnesi.
Eftir það rekur hver viðburðurinn annan, gönguferðir, kvöldvökur og ýmiskonar veislur. Eins og í öðrum Gönguvikum eru fjöllin fimm til staðar og í þetta sinn eru það upprunalegu fjöllin fimm, Hólmatindur, Goðaborg, Hádegisfjall, Kistufell og Hádegisfjall. Dagskrá Gönguvikunnar fór með Póstinum inn á hvert heimili á Austurlandi í vikunni en einnig má nálgast hana hér að neðan á rafrænu formi.
Við mælum með að allir taki virkan þátt í Gönguvikunni. Í henni felst bæði skemmtun og heilsuefling.