Talsvert mikið af ábendingum hefur borist til framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar vegna götulýsingar í bæjarkjörnunum. Undanfarið hefur verið unnið að því að lagfæra götulýsinguna þar sem þess hefur verið þörf, en vinna við það hefur því miður gengið hægar en gert var ráð fyrir.
25.11.2020
Götulýsing í Fjarðabyggð
Götuljósakerfi flestra bæjarkjarna eru komin til ára sinna og hafa bilanir reynast meiri og erfiðair en gert var ráð fyrir. Talsvert hefur verið um stærri og flóknari bilanir í strengjum sem hefur tekið langan tíma að vinna úr. Auk þess hefur COVID ástandið gert það að verkum að bið eftir varahlutum hefur verið mun lengri. Allt hefur þetta tafið vinnuna umtalsvert á síðustu vikum.
Vinna við viðhald götulýsingar mun halda áfram á næstunni og reynt er að bregðast við þeim bilunum sem upp koma eins fljótt og vel og auðið er.
Íbúum er þökkuð sú biðlund sem þeir hafa sýnt og beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið.