Eflaust hafa margir velt fyrir sér hvað gráa skipið "Galilei" sé að gera rétt neðan fjörunnar við Ljósá.
Gráa skipið Galilei
Stutta svarið við því er: Það er verið að dæla upp efni vegna landfyllingar við Mjóeyrarhöfn.
Áætlað er að skipið Galilei komi þrisvar sinnum til að dæla í landfyllinguna á Mjóeyri og það er von Hafnarstjórnar að framkvæmdum við stækkun hafnarinnar ljúki næsta vor.
Fyrir þessari landfyllingu liggja tvö efnistökuleyfi, annað norðanmegin í botni Reyðarfjarðar og svo hitt við Ljósá. Leyfin fóru í gegnum strangar kröfur Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum þar sem rannsóknargögnum á t.d. lífríki svæðisins var skilað inn til Skipulagsstofnunar. Meðal þess sem var rannsakaða var mögulegt landbrot (Vegagerðin), ferskvatnslífríki, á svæðinu (NA) gerð fjörunnar o. m.fl.
Fyrir áhugasama þá er ávalt hægt að nálgast ákvarðanir Skipulagsstofnunnar inn á vef þeirra: http://www.skipulag.is/
Verið ófeimin að hafa samband við framkvæmdasviðið ef þið viljið fræðast meira um það sem er að gerast í sveitarfélaginu, s. 470 9000