mobile navigation trigger mobile search trigger
01.06.2017

Gráa skipið Galilei

Eflaust hafa margir velt fyrir sér hvað gráa skipið "Galilei" sé að gera rétt neðan fjörunnar við Ljósá.

Gráa skipið Galilei

Stutta svarið við því er: Það er verið að dæla upp efni vegna landfyllingar við Mjóeyrarhöfn.

Áætlað er að skipið Galilei komi þrisvar sinnum til að dæla í landfyllinguna á Mjóeyri og það er von Hafnarstjórnar að framkvæmdum við stækkun hafnarinnar ljúki næsta vor.

Fyrir þessari landfyllingu liggja tvö efnistökuleyfi, annað norðanmegin í botni Reyðarfjarðar og svo hitt við Ljósá. Leyfin fóru í gegnum strangar kröfur Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum þar sem rannsóknargögnum á t.d. lífríki svæðisins var skilað inn til Skipulagsstofnunar. Meðal þess sem var rannsakaða var mögulegt landbrot (Vegagerðin), ferskvatnslífríki, á svæðinu (NA) gerð fjörunnar o. m.fl.

Fyrir áhugasama þá er ávalt hægt að nálgast ákvarðanir Skipulagsstofnunnar inn á vef þeirra: http://www.skipulag.is/

Verið ófeimin að hafa samband við framkvæmdasviðið ef þið viljið fræðast meira um það sem er að gerast í sveitarfélaginu, s. 470 9000

Frétta og viðburðayfirlit