mobile navigation trigger mobile search trigger
15.09.2021

Grunur um smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar

Í gærkvöldi kom upp grunur um mögulegt smit af völdum COVID-19 í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Strax var brugðist við og í samráði við rakningarteymi var ákveðið að loka skólanum á meðan unnið væri að því að kortleggja mögulegt smit. Ákveðið var að allir starfsmenn og nemendur í 1. – 3. bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar færu í sýnatöku og fór hún fram í dag kl. 12:00. Þau sýni hafa nú verið send til Reykjavíkur í greiningu og niðurstöður ættu að liggja fyrir síðar í kvöld. Á grundvelli þess verða teknar ákvarðanir um framhald skólastarfs.

Nánari upplýsingar verða sendar út í kvöld um leið og þær liggja fyrir.

Grunur um smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar

Frétta og viðburðayfirlit