mobile navigation trigger mobile search trigger
06.04.2016

Gullmerki jafnlaunaúttektar afhent

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, veitti gullmerki jafnlaunaúttektar PWC viðtöku í dag. Afhendingin fór fram í tengslum við stjórnendaþjálfun sem fram fór í Kirkju- og menningarmiðstöð Eskifjarðar, en stjórnendur gegna lykilhlutverki í baráttunni gegn kynbundnum launamun.

Gullmerki jafnlaunaúttektar afhent
Frá afhendingu á gullmerki jafnlaunaúttektarinnar í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í dag, sem fram fór í tengslum við stjórnendaþjálfun Fjarðabyggðar.

Viðurkenninguna afhenti f.h. hönd PwC Hafsteinn Einarsson, en Gullmerkið hljóta fyrirtæki og stofnanir fyrir framúrskarandi árangur á sviði launajafnréttis kynjanna. Árangur telst framúrskarandi er launamunur grunn- og heildarlauna er innan við 3,5%.

Hjá Fjarðabyggð reyndist um 1% munur á grunnlaunum og 2% munur á heildarlaunum, sem er vel innan við 3,5% viðmiðið og með því lægsta sem mælist hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Enda þótt karlar hefðu í báðum tilvikum aðeins betur, er það mjótt á munum að ekki telst um kynbundna launamismunum að ræða.

Fyrir afhendinguna kynnti Hafsteinn ásamt Þorkeli Guðmundssyni, starfsfélaga sínum hjá PwC, aðferðafræðina að baki jafnlaunaúttektinni fyrir stjórnendum hjá Fjarðabyggð.

Þennan góða árangur má, að sögn bæjarstjóra, ekki hvað síst þakka stjórnendum hjá Fjarðabyggð, sem fylgi í reynd eftir markmiðum sveitarfélagsins um launajafnrétti.

Tengt efni:

Fjarðabyggð hlýtur gullmerki jafnlaunaúttekter PWC

Fleiri myndir:
Gullmerki jafnlaunaúttektar afhent

Frétta og viðburðayfirlit