mobile navigation trigger mobile search trigger
07.11.2017

Hátíð vegna vígslu Norðfjarðarganga

Laugardaginn 11.nóvember verða Norðfjarðargöng vígð við hátíðlega athöfn. Af því tilefni verður mikið um að vera í Fjarðabyggð alla helgina og allir ættu að getað fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hátíð vegna vígslu Norðfjarðarganga
Norðfjarðargöng - séð til Norðfjarðar. Mynd: Hlynur Sveinsson

Meðal þess sem boðið verður uppá er:

  • Gangnahlaup Þróttar og Austra verður föstudaginn 10. Nóvember kl. 18:00 – nánar auglýst inná facebook síðum félagana og hér á vef Fjarðabyggðar
  • Fjölskyldudagskrá á Eskifirði – Íþróttaálfurinn mætir á svæðið og hægt verður að taka þátt í skemmtilegum leikjum
  • Formleg vígsla Norðfjarðarganga fer fram kl. 13:30 laugardaginn 11. nóvember - Við gangnamunna Norðfjarðarganga Eskifjarðarmeginn.
  • Fjölskyldutónleikar með SúEllen í Egilsbúð kl. 17:00 laugardaginn 11. nóvember– Drengirnir í SúEllen flytja öll sín bestu lög ásamt einvala liði gestasöngvara. Í kjölfar tónleikana verður björgunarsveitin Gerpir svo með vegleg flugeldasýning í boði Síldarvinnslunar.
  • Laugardagskvöldið 11. nóvember verður svo dansleikur með Jónsa í Svörtum fötum og hljómsveit. Sérstakir gestir á dansleiknum verða SúEllen

Auk þess verður margt í gangi í Fjarðabyggð þessa helgina og hægt verður að fá nánari upplýsingar um alla viðburði helgarinnar hér á vefnum og  www.visitfjardabyggd.is/vidburdir

Vígsla Norðfjarðarganga - Dagskrá helgarinnar

Frétta og viðburðayfirlit