Framundan er árleg vinna við endurskoðun sóknaráætlunar Austurlands.
Hafðu áhrif á mótun samfélagsins
Samningur um sóknaráætlun Austurlands var undirritaður í febrúar árið 2015. Hún var endurskoðuð í mars og apríl á síðasta ári og nú er komið að endurskoðun hennar að nýju. Íbúar eru hvattir til þess að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni og móta þannig samfélag sitt í nútíð og framtíð.
Á einni viku verða haldnir þrír fundir sem hverfast um meginkafla sóknaráætlunarinnar. Fyrst er það fundur um menningarmál, síðan um lýðfræði og mannauð og að lokum um atvinnu og nýsköpun.
Láttu sjá þig og hafðu áhrif á framtíð þína!
Fundirnir:
Menningarmál 30. mars kl. 16:30, Herðubreið, Seyðisfirði
Lýðfræði og mannauður 5. apríl kl. 16:00, Austurbrú, Vonarlandi, Egilsstöðum
Atvinna og nýsköpun 6. apríl kl. 16:30, Austurbrú, Fróðleiksmolinn, Reyðarfirði
Smellið á heitin til að sjá auglýsingu fyrir hvern fund fyrir sig.