mobile navigation trigger mobile search trigger
16.06.2022

Hátíðahöld vegna 17. júní færð inn í Skrúð

Vegna óhagstæðrar veðurspár fyrir morgundaginn hafa Ungmennafélagið Leiknir og Fjarðabyggð ákveðið að hátíðardagskrá vegna 17. júní verði færð inn í Félagsheimilið Skrúð. Dagskráin hefst með óhefðbundinni messu í Fáskrúðsfjarðarkirkju og þaðan verður gengið yfir í Skrúð þar sem hátíðardagskrá hefst kl. 14:00.

Vegna hátíðahaldanna þarf að loka hluta Skólavegar til að tryggja öryggi gesta á hátíðinni. Bílum sem eiga erindi í þau hús sem lenda innan lokunarinar verður hleypt í gegn. Hér að neðan má sjá kort af hátíðarsvæðinu.

Hátíðahöld vegna 17. júní færð inn í Skrúð
Fleiri myndir:
Hátíðahöld vegna 17. júní færð inn í Skrúð

Frétta og viðburðayfirlit