Laugardaginn 1. desember nk. heldur nýstofnuð Sinfóníhljómsveit Austurlands hátíðartónleika í Tónlistarmiðstöðinni á Eskfirði í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis.
26.11.2018
Hátíðartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Austurlands 1. desember
Á tónleikunum munu koma fram um 30 austfirskir hljóðfæraleikarar ásamt liðsauka að norðan og sunnan. Efnisskráin endurspeglar að sjálfsögðu tilefnið enda er þess minnst í ár að 100 ár eru frá því að Íslands hlaut fullveldi.
Á efnisskráni má m.a. finna:
Þjóðsöngur
Lög eftir Jórunn Viðar (fædd 1918), Bernstein (fæddur 1918) West Side Story syrpa, 1. kafla í 5. sinfóníuBeethovens, auk kafla Peer Gynt svítunni eftir Grieg.
Tvö lög verða flutt með öflugum Austfirskum karlakórum: Brennið þið vitar og Úr útsæ rísa Íslands fjöll.
Hljómsveitarstjóri er Zigmas Genutis og konsertmeistari verður Zsuzsanna Bitay
Fjarðabyggð styrkir tónleikana og býður gestum uppá veitingar og sögustund fyrir börnin að tónleikum loknum.