mobile navigation trigger mobile search trigger
02.04.2023

Heimsókn forsætisráðherra og umhverfis-, orku-, og loftlagsráðherra

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn frá Almannavörnum komu í heimsókn til Fjarðabyggðar í dag ásamt fulltrúum úr ráðuneytum og Ofanflóðanefnd. 

Heimsókn forsætisráðherra og umhverfis-, orku-, og loftlagsráðherra

Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér vettvang atburðanna þar sem snjóflóð féll á tvö fjölbýlishús á Norðfirði, ræða við heimamenn og viðbragðsaðila um stöðu mála og þá miklu vinnu sem framundan er í eftirleik þessara atburða.

Heimsókn hófst á málsverði á Hótel Hildibrand þar sem Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fór yfir atburði síðustu viku og þær ráðstafanir sem gerðar voru til að tryggja öryggi samfélagsins. Á fundinum voru jafnframt fulltrúar aðgerðastjórnar og bæjarstjórnar en farið var yfir framkvæmd almannavarna og verklag ásamt framhaldi uppbyggingar varnarmannvirkja. Þá var einnig rætt um þau mál sem þarf að vinna að í kjölfar atburðanna s.s. húsnæðismál fjölskyldna þar sem flóðið skemmdi fasteignir og þann sálræna stuðning sem nauðsynlegt er að komi til eftir atburði sem þessa.  

Fleiri myndir:
Heimsókn forsætisráðherra og umhverfis-, orku-, og loftlagsráðherra

Frétta og viðburðayfirlit