mobile navigation trigger mobile search trigger
03.10.2022

Heimsókn forseta Íslands

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kom austur til að vera viðstaddur Tæknidag fjölskyldunnar í Verkmenntaskóla Austurlands. Á leið sinni stoppaði forsetinn við í stutta heimsókn til slökkviliðs Fjarðabyggðar. Þar tóku á móti honum Jón Björn bæjastjóri og Sigurjón Valmundarson slökkviliðsstjóri ásamt slökkviliðsmönnum á vakt og skoðaði skemmdir sem urðu á húsnæði slökkviliðsins. Þaðan var svo haldið á Tæknidaginn þar sem hann afhenti verðlaun í nýsköpunarkeppni Grunnskólanna. Nýsköpunarkeppnin var haldin í samstarfi við Fjarðabyggð, VA og Matís.

Heimsókn forseta Íslands

Nemendur unnu hugmyndir þar sem þang og þar var nýttur. Fram komu um 30 hugmyndir. Verðlaun fyrir besta verkefnið fékk Þaraplast. Það unnu Júlíus Sigurðsson og Svanur Hafþórsson, nemendur í 9. bekk Nesskóla.

Í öðru sæti varð verkefnið Fjörusalt eftir þau Þór Theódórsson og Stefaníu Guðrúnu Birgisdóttur, einnig úr Nesskóla. Anna Ragnarsdóttir, Ólafía Danuta Bergsdóttir og Kolka Dögg Ómarsdóttur úr Eskifjarðarskóla hlutu þriðju verðlaun fyrir verkefnið Þaramálning.

Fleiri myndir:
Heimsókn forseta Íslands
Heimsókn forseta Íslands
Heimsókn forseta Íslands
Heimsókn forseta Íslands

Frétta og viðburðayfirlit