mobile navigation trigger mobile search trigger
27.04.2016

Heimsókn forstöðumanna félagsmiðstöðva til Stavanger

Forstöðumenn félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð, ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa, heimsóttu Stavanger í Noregi í síðustu viku en Stavanger er einmitt einn af vinabæjum Fjarðabyggðar.  Í heimsókninni kynnti hópurinn sér félagsmiðstöðvastarf í Stavanger sem og annað ungmennastarf. 

Heimsókn forstöðumanna félagsmiðstöðva til Stavanger

Sveitarfélögin urðu vinabæir á sjöunda áratugnum en þá gerðist Neskaupstaður formlega aðili að norrænu vinabæjakeðjunni. Fjarðabyggð tók yfir vinabæjasamskiptin við sameiningu sveitarfélaganna 1998. 

Hópurinn hlustaði á fjölmarga fyrirlestra auk þess sem félagsmiðstöðvar í borginni voru heimsóttar. Miklum tíma var einnig varið í umræðuhópa og vinnusmiðjur. Íslenski hópurinn notaði svo að sjálfsögðu tækifærið og skoðaði sig vel um í borginni og fór meðal annars í gönguferð upp á Preikestolen.

Mikil ánægja var með heimsóknina og fer hún klárlega í reynslubankann fyrir allt okkar fólk sem vinnur með ungmennum sveitarfélagsins í hverri viku. Hér má sjá videoblogg sem starfsfólkið hélt úti á meðan á heimsókninni stóð. 

Hópur frá Stavanger kemur svo til Íslands á haustmánuðum til að kynna sér félagsmiðstöðvastarf í Fjarðabyggð. Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins.

Frétta og viðburðayfirlit