mobile navigation trigger mobile search trigger
12.04.2024

Heimsókn frá Verkmenntaskóla Austurlands

Mánudaginn 8. apríl síðastliðin komu forsvarsmenn Verkmenntaskóla Austurlands þau Eydís Ábjörnsdóttir, skólameistari og Birgir Jónsson, gæða- og verkefnastjóri á fund bæjarráðs. Á fundinum var meðal annars farið yfir málefni skólans, helstu áskoranir og gengi skólans. 

Heimsókn frá Verkmenntaskóla Austurlands

Aukning hefur verið í nemendafjölda á milli ára og býður Verkmenntaskólinn nú uppá ýmsar verk- og bóknámsbrautir og er eini verknámsskólinn frá Akureyri til Selfoss. Á vorönn 2024 voru innritaðir 419 nemendur og þar af 120 í dagsskóla. 

Frétta og viðburðayfirlit