mobile navigation trigger mobile search trigger
23.03.2023

Heimsókn í dagvistun í Breiðdal og Félags eldri borgara á Stöðvarfirði

Hjördís Helga Seljan, bæjarfulltrúi og Rósa Dröfn Pálsdóttir, forstöðumaður stuðnings- og heimaþjónustu fóru á mánudaginn og heimsóttu dagvistun í Breiðdal og félag eldri borgara á Stöðvarfirði.

Þær eru búnar að vera heimsækja Breiðablik, félag eldri borgara í Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði og stefnan tekin á að heimsækja félag eldri borgara á Fáskrúðsfirði.

Heimsókn í dagvistun í Breiðdal og Félags eldri borgara á Stöðvarfirði

Einn þáttur í þarfagreiningu og stefnumótun þegar kemur að málefnum aldraðra í Fjarðabyggð eru heimsóknir til félaga eldri borgara í öllum byggðarkjörnum, ásamt Breiðabliki og dagvistunar í Breiðdal.

Tilgangur þessara heimsókna er að kynna nýjar áherslur í málefnum eldra fólks á landsvísu ,,Gott að eldast“ og óska eftir skoðunum þeirra og áherslum í þjónustu Fjarðabyggðar til framtíðar.

Á meðan heimsókninni stóð var boðið uppá sykraðar- og rjómapönnukökur. 

Fleiri myndir:
Heimsókn í dagvistun í Breiðdal og Félags eldri borgara á Stöðvarfirði

Frétta og viðburðayfirlit