mobile navigation trigger mobile search trigger
07.02.2024

Heimsókn nemenda leikskólans Dalborg til Eskju

Nemendur frá grænu deildinni á leikskólanum Dalborg, heimsóttu sjávarútvegsfyrirtækið Eskju á Eskifirði í dag. En tilefni heimsóknarinnar var Dagur Leikskólans sem haldin er 6. febrúar. Fara átti í heimsóknina í gær, en henni var frestað vegna veðurs. 

Heimsókn nemenda leikskólans Dalborg til Eskju

Starfsmenn Eskju buðu börnunum uppá svala, kleinur og pönnukökur og að því loknu fengu þau að kíkja inn í fundarherbergið þar sem hægt er að sjá yfir vinnslusalinn. Voru þau mjög forvitinn um starfsemina og spurðu margra spurninga og meðal annars hvernig ,,fiskurinn er búinn til". Að því loknu fengu börnin að hengja upp listaverk sem þau sjálf höfðu gert og eru til sýnis á skrifstofu Eskju. 

Fleiri myndir:
Heimsókn nemenda leikskólans Dalborg til Eskju
Heimsókn nemenda leikskólans Dalborg til Eskju
Heimsókn nemenda leikskólans Dalborg til Eskju
Heimsókn nemenda leikskólans Dalborg til Eskju

Frétta og viðburðayfirlit