mobile navigation trigger mobile search trigger
10.08.2023

Hinsegin dagar

Fjarðabyggð hvetur íbúa, fyrirtæki og stofnanir til að fagna fjölbreytileikanum í tilefni Hinsegin daga sem fram fara 8. - 13. ágúst og sýna þannig mannréttindabaráttu hinsegin samfélagsins mikilvægan stuðning. 

Hinsegin dagar
Ljósmynd: Marteinn Þór Pálmason

Laugardaginn 12. ágúst verður farið í Hinsegin göngu á Seyðisfirði og hvetjum við öll til að mæta í hana. 

Í desember á  síðasta árs skrifuðu Fjarðabyggð og Samtökin ‘78 um samstarfssamning um þjónustu samtakanna við sveitarfélagið. Markmiðið með slíkum samning er að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu en á sama tíma að styðja við það fræðslustarf um hinsegin málefni sem nú þegar er unnið á vinnustöðum og skólum Fjarðabyggðar

Samningurinn kveður á um að Samtökin´78 veiti Fjarðabyggð þjónustu gegn ákveðnu fjárframlagi fyrir nokkra þjónustuþætti, til að mynda:

  • Fræðslu til starfsfólks grunnskóla í Fjarðabyggð
  • Fræðslu til nemenda grunnskóla í Fjarðabyggð
  • Fræðslu til stjórnenda Fjarðabyggðar
  • Endurgjaldlausa ráðgjöf Samtakanna´78 til ungmenna í Fjarðabyggð
  • Fræðslu til starfsfólks leikskóla í Fjarðabyggð
  • Fræðslu til félags- og frístundamiðstöðva í Fjarðabyggð

Haldin hefur verið einn fræðslufundur fyrir starfsfólk grunn- og leikskóla. Og er skipulagning hafin fyrir haustið á enn fleiri fræðslufundum í samstarfi við Múlaþing. 

Fleiri myndir:
Hinsegin dagar

Frétta og viðburðayfirlit