Hreinsunarstarfi hefur miðað vel áfram í Neskaupstað eftir að snjóflóð féllu mánudaginn 27. mars.
Gert er ráð fyrir að hægt er að klára hreinsun í kringum íbúðarhúsin við Starmýri í dag sem fóru hvað verst úti í snjóflóðunum. Mikilvægt er að koma í veg fyrir alla slysahættu þegar íbúar snúa til síns heima aftur. Ljóst er þó að um 10 íbúðir eru óíbúðarhæfar.
Ljóst er að hreinsunarstarf mun taka einhvern tíma, lögð hefur verið áhersla á íbúðarhúsin við Starmýri. Eftir eru svo aðrir staðir sem snjóflóðin féllu á.
Frekari upplýsingar um aðstoð er að finna hér