mobile navigation trigger mobile search trigger
29.05.2017

Hreyfivika UMFÍ að hefjast

Nokkrir viðburðir verða í Fjarðabyggð í tengslum við Hreyfiviku UMFÍ.

Hreyfivika UMFÍ að hefjast

Hreyfivikan í Fjarðabyggð

UMFÍ hefur frá árinu 2012 tekið þátt í Evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move eða Hreyfiviku UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sýna að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu hreyfir sig reglulega. Jafnframt er það markmið verkefnisins að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega. 

Fjarðabyggð hefur hvatt einstaklinga og íþróttafélög í sveitarfélaginu til að taka þátt og skipuleggja viðburði. Í ár tekur Fjarðabyggð mun virkari þátt en áður enda sveitarfélagið nú farið að skilgreina sig sem Heilsueflandi Samfélag. Vonin er sú að viðburðirnir verði fleiri með hverju árinu.

Sundkeppni sveitarfélaga! Stefánslaug Norðfirði

Alla vikuna verður hægt að skrá þá kílómetra sem þú syndir í Stefánslaug sem verða svo teknir saman í lok hvers dags fyrir sig. Staðan er svo uppfærð eftir hvern dag. Nú er spurning hvort Neskaupstaður geti skákað öðrum byggðalögum á landinu sem mesti sundstaður landsins?

Sundlaugar Fjarðabyggðar

Í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ býður Fjarðabyggð öllum sem vilja frítt í sund fimmtudaginn 1. júní!

Opið er í Stefánslaug í Neskaupstað frá kl. 06:00 - 20:00

Opið er í Sundlaug Eskifjarðar frá kl. 06:00 - 21:00.

Opið er í Sundlaug Reyðarfjarðar frá kl. 16:00 - 19:00. 

Opið er í Sundlaug Fáskrúðsfjarðar frá kl. 16:00 - 19:00. 

Opið er í Sundlaug Stöðvarfjarðar frá kl. 13:00 - 19:00.  

Þol og styrkur – hóptími í spinningsal líkamsræktar Reyðarfjarðar

Boðið verður upp á frían "Þol og Styrk" tíma í spinningsalnum í Íþróttamiðstöð Reyðarfjarðar. Öllum er frjálst að koma á meðan húsrúm leyfir. Endilega kíkið við og takið þátt í skemmtilegum hópatíma. Kennari verður Anna Berg. Viðburðurinn er þriðjudaginn 30. maí og hefst kl. 17:30.

Opin körfuboltaæfing í íþróttahúsi Eskifjarðar

Kíktu við og taktu létta og skemmtilega körfuboltaæfingu! Reynsla, geta og fyrri störf skipta hér engu máli. Aðalmálið er að mæta og hafa gaman af skemmtilegri hreyfingu! Viðburðurinn er þriðjudaginn 30. maí kl. 20:00.

Heilsuganga á Reyðarfirði, gengið er frá Molanum

Þóroddur Helgason fræðslustjóri Fjarðabyggðar mun bjóða öllum þeim sem vilja í stutta klukkustundar langa göngu í hádeginu í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ. Stefnan er sett á að ganga upp að Búðaránni auk þess að fræðast um Reyðarfjörð og nágrenni. Allir eru velkomnir gengið verður frá Molanum. Viðburðurinn verður föstudaginn 2. júní kl. 12:30.

Strandblaksmót hjá Blakdeild Þróttar

Stefnt er að strandsblaksmóti á seinnipart miðvikudags, 31. maí. ATHUGIÐ að það verður farið eftir veðri og biðjum við alla að fylgjast vel með facebook síðu blakdeildarinnar. https://www.facebook.com/Blakdeild-Þróttar-Neskaupstað-107858352575148/

Opin karateæfing í Íþróttahúsi Eskifjarðar 
 
Opin karateæfing þar sem allir eru velkomnir. Þó það hljómi ótrúlega er þetta tilvalin samblanda af hreyfingu og samveru fyrir fjölskylduna. Komið og prófið í íþróttahúsinu á Eskifirði, laugardaginn 3. júní kl 14:00-15:00. Athugið, 8 ára aldurstakmark. Mættu og prófaðu, þú sérð ekki eftir því

Smellið hér til að skoða frekari upplýsingar um viðburði Hreyfivikunnar.

Frétta og viðburðayfirlit