mobile navigation trigger mobile search trigger
30.11.2017

Hrunhætta af þaki Fjarðabyggðarhallarinnar

Mikill snjór hefur undanfarið safnast fyrir á þaki Fjarðabyggðarhallarinnar og nú þegar hlánar er hætta á að snjórinn renni niður af þakinu. Mest er hrun hættan sunnan meginn á höllinni, þ.e. þar sem gatan liggur meðfram henni.

Hrunhætta af þaki Fjarðabyggðarhallarinnar

Af þessum sökum er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni í kringum höllina að óþörfu. Unnið hefur verið að því að losa um snjó af þaki Fjarðabyggðarhallarinnar og mun sú vinna halda áfram. Svæðið mun auk þess verða vaktað á meðan aðstæður krefjast.

Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að ræða við börn sín um þessa hættu og brýna fyrir þeim að vera ekki að leik í kringum Fjarðabyggðarhöllina.

Frétta og viðburðayfirlit