mobile navigation trigger mobile search trigger
23.05.2016

Húsfyllir á Lúðvíksvöku

Á meðal þeirra sem minntust Lúðvíks Jósepssonar var hin aldna kempa Helgi Seljan. Húsfyllir var í Egilsbúð í Neskaupstað í gær á Lúðvíksvöku.

Húsfyllir á Lúðvíksvöku
Fyrirlesarar á Lúðvíksvöku voru (f.v.) Elín Steinarsdóttir, Helgi Seljan, Guðni Th. Jóhannesson, Ellert B. Schram og Svavar Gestsson.

Helgi, sem er fyrrverandi alþingmaður, sagði frá samstarfi sínu við Lúðvík sem pólitískur samherji. Auk Helga tóku til máls Elín Steinarsdóttir, sonardóttir Lúðviks og Ellert B. Schram, sem sagði frá kynnum sínum af Lúðvíki sem pólitískum andstæðingi.

Þá fjallaði Svavar Gestsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, um líf og störf Lúðvíks og Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, rakti aðkomu hans að landhelgisdeilum á síðustu öld.

Lúðvík Jósepsson fæddist í Neskaupstað árið 1914. Hann var atkvæðamikill alþingismaður og ráðherra og einn helsti forvígismaður íslenskra sósíalista um áratugaskeið. Hann lést árið 1994. 

Á 100 fæðingarafmæli Lúðvíks var ákveðið að efna til samkomu sem skyldi helguð lífi hans og störfum. Fór sú samkoma fram í gær í Egilsbúð undir yfirskriftinni Lúðvíksvaka.

Frétta og viðburðayfirlit